4. til 15. september 2019

Markmið Saltfiskviku er að gera saltfisknum hærra undir höfði hér heima og kynna óþrjótandi möguleika, gæði og áhugaverða sögu saltfiskins fyrir íslenskum og erlendum gestum.

„Gleymda“ sælkeravaran

Haldin var Saltfiskvika á veitingastöðum hringinn í kringum landið dagana 4. – 15. september nk. Alls tóku 13 veitingastaðir þátt í viðburðinum – allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðlinum. Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal komu og elduðu á völdum stöðum.

Markmiðið með Saltfiskvikunni er að gera þessari einni verðmætustu útflutningsafurð Íslands hærra undir höfði og auka veg hennar heima fyrir. 

Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal + 13 veitingastaðir

Löng hefð og saga er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol. Í dag er saltið hins vegar notað til að framleiða sælkeravöru sem nýtur mikilla vinsælda víða um lönd – jafnt um jól, páska sem og aðra daga.

Í tilefni Saltfiskvikunnar komu þrír gestakokkar til landsins, þau; Carlota Claver frá Spáni, Diogo Rocha frá Portúgal og Lorenzo Alessio frá Ítalíu. Þau kynntu hvernig hægt er að matreiða saltfisk hvert með sínu sniði en öll eiga þau það sameiginlegt að koma frá löndum þar sem saltfiskurinn er í hávegum hafður.

Eftirtaldir veitingastaðir voru þátttakendur í saltfiskviku: