Saltfisk-
kræsingar
Hefðir, nýjungar, vinnsluaðferðir, eiginleikar og gæði



Saltfiskkræsingar
Löng hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi, sem og í Noregi og Færeyjum, en vinnsla hans á sín sérkenni í hverju landi fyrir sig. Í dag telst saltfiskur sælkeravara sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim en áður fyrr var saltið fyrst og fremst notað til að lengja geymsluþol fisksins.
Til að styrkja stöðu saltfisksins, með sína löngu hefð, sögu og tengsl við norræn lífsviðurværi, er mikilvægt að efla virðiskeðjuna í heild sinni, frá framleiðendum og smásöluaðilum, til matreiðslumanna og neytenda. Markmið verkefnisins er að þróa nýja eða bætta tilbúna rétti sem byggja á hefðbundum saltfiski. Verkefnið hefur hlotið styrk tveggja norrænna sjóða, NORA og AG-Fisk og munu 16 þátttakendur frá Íslandi, Noregi og Færeyjum taka þátt í því. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði, sem munu miðla af þekkingu sinni og vinna saman að vinnslu og vöruþróun girnilegra saltfiskrétta til að efla þetta frábæra hráefni sem saltfiskurinn er.


Saltfiskmánuður
Mars mánuður 2024 er tileinkaður saltfiski og af því tilefni hafa meistarakokkar í Menntaskólanum í Kópavogi útbúið nokkrar girnilegar uppskriftir að saltfiskréttum sem öll geta prófað heima hjá sér. Uppskriftirnar má nálgast hér að neðan og hráefni í réttina fæst í Krónunni.
Saltfiskuppskriftir:
Lumar þú á góðri saltfiskuppskrift?
Sendu okkur uppskrift í tölvupósti og við munum birta hana hér á síðunni.